Eins árs gamall bátur Havstein fór á hliðina í Noregi.

Í Noregi þá er ansi mikið um báta sem mætti kalla reglugerðarbáta, og enn aðrir kalla þessa báta reglugerðarstraujárn,


þessir bátar sem skarast við 11 metra, 13 metra og 15 metra langir eru yfirleitt stuttir. breiðir enn mjög háir bátar.

Snemma á þessu ári þá sökk báturinn Fav sem var einn af þessum bátum,

og núna fyrir nokkrum dögum síðan þá fór glænýr bátur á hliðina í Syltefjord í Noregi,

Báturinn Havstein M-90-HÖ var smíðaður og kom á flot í ágúst árið 2019.

þessi bátur er 12,95 metra langur og 5,4 metrar á breidd, báturinn er frambyggður og ansi hár að framan eins og sést á myndum að neðan,  báturinn er smíðaður úr áli.

báturinn var smíðaður hjá Barents Solution í Fiská í Vanylven og er þetta fyrsti báturinn sem er smíðaður í þessari stöð í Noregi,

Báturinn var á makrílveiðum og var að dæla afla úr nótinni sem þeir voru með þegar að báturinn byrjaði skyndilega og gat áhöfn bátsins ekkert gert til þess 

að stöðva hallann á bátnum og sáu að báturinn væri að fara niður.  

  áhöfn bátsins bjargaðist yfir í næsta bát sem var skammt frá og náði að bjarga þeim, má geta þess að enginn af fjórum áhafnarmeðlimum fór í sjóinn.


Mjög gott veður var á þessum slóðum blankalogn og sléttur sjór.  ákveðið var að fá vinnubáta frá fyrirtækinu Sandsöy og dróu þeir bátinn á minna dýpi og náðu svo að dæla úr bátnum 


og snúa honum við þannig að hægt væri að ná honum uppúr.  var Havstein síðan tekinn á land þar sem rannsaka á hvað gerðist sem varð til þess að báturinn fór á hlíðina 

Ekki er vitað hvað gerðist enn báturinn mun verða rannsakaður til að finna út hvað kom fyrir.

Hérna að neðan má sjá nokkrar myndir af björgun bátsins sem og mynd tekin af bátnum á landi og sést þá vel skrokkurinn sem og báturinn á floti.
Havstein mynd Redningsselskapet


Myndir Sandsöy servisbat


Ansi hár báturinn.  Mynd Barents Solution


Havstein.  Mynd Frode Adolfsen