Fyrrum Þorsteinn Gíslason GK sokkinn

Núna um kvöldmatarleytið 17 ágúst þá sökk eikarbáturinn Jökull SK 16 sem hafði legið í Hafnarfjarðarhöfn í hátt í 6 ár,


Þessi bátur var smíðaður árið 1959 og er því orðin 61 árs gamall,

Hann hét Árni Geir KE til ársins 1970.

fékk nafnið Þorsteinn Gíslason KE árið 1970 enn var síðan seldur til Grindavík árið 1975 og fékk þá nafnið

Þorsteinn Gíslason GK. með því nafni var báturinn í 33 ár eða til ársins 2008 

Skinney Þinganes á Hornafirði keypti þá bátinn og hirti af honum kvótann og seldi hann kvótalausan til Ólafsvíkur

þar fékk hann nafnið Arnar í Hákoti SH

Jökuls nafnið fékk báturinn árið 2010 og stundaði rækjuveiðar til ársins 2014 en þá var síðasta löndun bátsins í maí árið 2014,

Það má geta þess að rækjutrollið var ennþá í bátnum þegar hann sökk,

litlu munaði að elsti eikarbáturinn á landinu Þorsteinn ÞH færi niður með Jökul SK því 

Þorsteinn ÞH lá utan á Jökul SK en það  náðist að losa Þorstein ÞH frá og færa hann á annan stað í höfninni,

búið er að setja flotgirðingu í kringum bátinn til þess að hefta olíumengun,

Enginn skipverji var um borð í bátnum 
Myndir Auðunn ingólfsson