Margrét EA nýjar tölur

Í gær var birt frétt um að uppsjávarskipið Margrét EA hefði landað makríl afla í Noregi,


um var að ræða um 668 tonn af makríl auk 1 tonn af síld,

Margrét EA hefur verið að landa makríl til vinnslu hjá SVN á Neskaupstað.

Í fréttinni sem birtist á aflafrettir.com í gær þá var talað um að verðið per kíló hafi verið 13,6 norskar krónur,

og aflaverðmætið því 140,5 milljónir króna,

Nokkrar athugasemdir bárust aflafrettir um þetta og komið hefur í ljós að aflaverðmætið Margrétar EA

var ekki 140 milljónir króna heldur 82 milljónir króna,  og byggist það aðalega á því að aflinn á Margréti EA var boðinn upp.

Lágmarksverð á makríl til vinnslu í Noregi og ef gæðin eru 100% eru 13,6 krónur norskar en í tilfelli Margrétar EA 

þá voru gæðin ekki alveg 100% og því lækkaði verðið.  Hefði allur aflinn farið til bræðslu þá hefði fengist 30 krónur fyrir kílóið af makrílnum.

Það þýðir meðalverð uppá 123 kr íslenskar eða um 8 krónur norskar fyrir aflann.

Engu að síður er þetta mun hærra verð en verið er að borga fyrir makríl á íslandi og hafa ansi margar fréttir um það mál verið birt 

t.d tók Verðlagsstofa skiptaverð saman verð á makríl til vinnslu árið 2018 og bar saman verð á íslandi og í Noregi

þá kom í ljós að verð í Noregi var allt að 277% hærra til vinnslu árið 2018.

var þá verðið 47,3 krónur á íslandi enn 178,2 krónur í Noregi.

í tilfelli Margrét EA þar sem aflaverðmætið var 82 milljónir króna þá er munurinn ekki eins rosalegur og er í þessu yfirliti frá Verðlagsstofu Skiptaverðs 

enn er engu að síður töluverður eða um 50 milljónir króna í aflaverðmæti sem munar. MArgrét EA mynd Guðmundur Rafn Guðmundsson