Mettúr hjá Örfrisey RE

Sífelt berast fréttir af ansi góðum túrum hjá frystitogurunum okkar.


Það hefur verið greint frá t.d Blæng NK , Sólbergi ÓF og Vigra RE sem allir náðu yfir 1000 tonn í einni löndun 

og Blængur NK og Sólberg ÓF voru báðir með yfir 500 milljóna króna aflaverðmæti,

Vigri RE var með mun minna aflaverðmæti því hann var með svo mikinn ufsa og karfa

Nú hefur Örfirsey RE bæst í þennan  hóp.

enn togarinn kom til hafnar þann 26 ágúst síðastliðinn og var  þá að klára í heildina 40 daga túr,

þeir komu reyndar til hafnar 5 ágúst og léttu þá á sér og voru þá með 735 tonna afla,

Núna kom togarinn aftur með um 700 tonna afla

og samtals gerði því þessi 40 daga túr um 1430 tonna afla og aflaverðmætið um 500 milljónir króna,

Arnar Haukur Ævarsson var skipstjóri á Örfrisey RE þennan túr og með honum var Einar stýrimaður.

Þess má geta að bæði Arnar og Einar voru í sínum fyrsta túr á Örfrisey RE en þeir voru báðir áður á Höfrungi III AK


Þessi túr er stærsti túr sem Örfirsey RE hefur gert á ÍSlandsmiðum því aldrei hefur aflaverðmætið verið eins mikið og 

núna eftir túr af íslandsmiðum,


Örfirsey RE mynd Jóhann Ragnarsson