Nýr Christian í Grótinu

Frændur okkar í Færeyjum eiga ansi öflug og stór uppsjávarskip.


eitt af þeim skipum er Christian í Grótinu sem hefur margoft komið til Íslands með t.d loðnu og kolmuna,

Núverandi Christian í Grótinu lenti í mjög alvarlegri bilun í gír skipsins fyrir rúmu einu ári síðan

mikið og dýrt verk var að gera við þá bilun og var því tekin ákvörðun um að leigja 

Gitte Henning I frá Danmörku og hefur það skip verið að veiða síld, kolmuna og makríl  og gengið nokkuð vel.

Núna hefur Rasmussen fjölskyldan og fyrirtækið sem gerir út bátinn sem og Norðborg

undirritað smíðasamning við Kaarstensens skipasmíðastöðina í Danmörku

um smíði á nýjum Christan í Grótinu.

nýja skipið verður ansi stórt og mikið

89,35 metra langt og 18 metrar á breidd. 

áætlað er að skipið verði afhent í janúar árið 2022.

áætlaður smíðakostnaður er um 6,6 milljarðar króna


Myndir Karstensens skipasmíðastöðin