Vigri RE með risatúr af íslandsmiðum

Það var greint frá því hérna á Aflafrettir.is fyrir nokkru síðan um mettúr hjá Sólbergi ÓF eftir túr af heimamiðum,


Sólberg ÓF er einn fullkomnasti frystitogari landsins og kemur kanski ekki á óvart að togarinn hafi náð þetta háu aflaverðmæti

en það var annar togari sem gerði líka feikilegan góðan túr af íslandsmiðum

enn þó með allt annari aflasamsetningu,

Sólberg ÓF var með um 1124 tonn af þorski sem er ansi verðmætur,

Togarinn Vigri RE gerði sinn stærsta túr af íslandsmiðum þegar að togarinn kom í land með 1226 tonn af afla eftir 28 daga höfn í höfn,

þetta gerir um 44 tonn á dag, togarinn kom í land 16.ágúst síðastliðinn

uppistaðan í aflanum hjá Vigra RE var ufsi um 670 tonn og karfi 232 tonn,  þorskur var 204 tonn

Aflaverðmætið var líka ansi gott eða 350 milljónir króna.

eins og sést þá er mikill munur á aflaverðmæti í ufsanum og þorskinum, en engu að síður þá er þetta mjög góður túr hjá Vigra RE


Vigri RE mynd Halli Hjálmarsson